Tuesday, April 28, 2009

Svefnleysi og vorkoma

Oh... mikið getur verið pirrandi að vera andvaka þegar mann langar ekkert frekar en að vakna eldsnemma og æfa. Af hverju þurfa alltaf að koma tímabil þar sem ég bara GET ekki fest svefn? Þetta er pottþétt eitthvað stress í mér...stress sem stafar af svefnleysi! Jarg, fjárans vítahringur.

Allavega, best að færa einhverjar fregnir af tónlistarlífinu. Tónleikarnir með háskólahljómsveitinni gengu prýðilega. Það er svolítið gott fyrir sjálfsálitið (sem mann gjarnan skortir) að geta fengið hljómsveitarparta þremur dögum fyrir tónleika, eina sinfóníu, einn konsert, eitt miniature verk og einn nútímaforleik, og samt spilað bara slatti vel. Og grætt 150 evrur ;)

Í kvöld er svo komið að Aboa Nova (latína og það þýðir Nýtt Åbo/Turku) og mun strengjasveitin þá flytja Stele III eftir S. Bhagwati undir hans eigin stjórn. Mér er farið að finnast fyrrnefnt verk ótrúlega skemmtilegt! Maður má eiginlega bara ráða hvað maður spilar, svo lengi sem það sé góð eftirlíking af laufi, fuglakvaki, hvalahljóðum (ekki þó kvalahljóðum!) og þess háttar. Algjör snilld.

Nú á ég ekki nema þrjár kennslustundir eftir með Erkki. Að hans mati hefur mér farið mikið fram, sérstaklega hægrihandarmegin. Ég mun láta aðra dæma um það þegar ég kem heim.

Það eina sem ég kvíði fyrir í dag er meðleikstíminn... því ég gat engan vegið farið á lappir nógu snemma og neyðist því til að mæta illa upphituð.... Oh það er svo leiðinlegt! Vona að Haydn verði góður við mig :)

Sé ykkur eftir 3 vikur og 4 daga!!

3 comments:

  1. Hehe tilviljun ég var líka andvaka þessa nótt.... Brátt kemur tölvupóstur með óvæntum fréttum!!!
    Kv. Halla systir..

    ReplyDelete
  2. Hæ, hæ, við hlökkum sömuleyðis til að hitta þig.
    Kossar og knús, amogaf.

    ReplyDelete