Saturday, January 31, 2009

Loksins nýtt blogg!

Já það er aldeilis kominn tími á nýtt blogg :)

Ég fór í dag á minn fyrsta íshokkíleik, þar sem Turku atti kappi við Tampere. Íshokkí er ákaflega ofbeldisfullur leikur, t.a.m. þurfti að stía sundur leikmönnum alls fimm sinnum í þessum leik. Og þeir slást í fullri alvöru, þrátt fyrir að þeir séu reknir út af í 2 mínútur fyrir þá sök. Stemmningin var rosaleg! Öskur og hávaði eins og vera ber (samt ekki hún Veera vinkona mín!) en því miður tapaði Turku fyrir Tampere :(

Fyrr um daginn fór ég og fjárfesti í skáldsögu á sænsku og fékk mé einnig ókeypis bókasafnskort, en bókasafnið hér í Turku er það besta sem ég hef nokkurn tíma séð. Nótna -og geisladiskadeildin er yfirnáttúrulega stór!

Í gær var svo partý... nema hvað! Það er aftur orðið ógeðslega kalt, enda var sólskin og blíða í dag. Það býður alltaf upp á nístingsfrost á kvöldin. Ótrúlegt að janúar byrji á morgun!

Koss og knús,
Híbí

Friday, January 23, 2009

Loksins komin með netið heim!

Jæja, þá er loksins hægt að netast almennilega. Ég fékk netið rétt áðan og ég er alveg alsæl með það. Annars er nú ekki mikið að frétta nema að ég fjárfesti í stafrænni myndavél á dögunum. Það er svo ótrúlega fallegt hérna í nágrenninu að ég gat ekki á mér setið að kaupa vél til að festa dýrðina á filmu.

Núna eru ljósaskipti og það er þykkur jólasnjór yfir öllu. Ég á alveg hreint frábæra nágranna, einn þeirra, Dima frá Rússlandi, vill endilega gera mig að metalhaus og lét mig nýverið hafa myndlykil með 3 klst af þungarokki. Honum fannst óhæfa að Íslendingur á borð við mig hefði aldrei hlustað á Viking Metal, sem er þungarokk sem fjallar um æsina og jötnana og það lið.

Talandi um Ísland, hér í skiptinemafjöldanum þykir ákaflega merkilegt að vera Íslendingur og allir sína þjóðerni mínu afar mikinn áhuga. Ófáir vita eitthvað um kreppuna og spyrja með áhyggjusvip hvernig allt gangi. Ég fullvissa þau að sjálfsögðu að allt sé á réttri leið en allir ættu engilega að heimsækja landið og kaupa föt og íslenska hönnun og skella sér í veiði! Hér eru afar fáir sem ná því hvað ég heiti í fyrstu atrennu, ekki einu sinni Finnar geta sagt þetta rétt! Ég veit ekki hvort þetta er uppgerð, fólk verður gjarnar kindarlegt þegar ég segi að þetta sé bara Hilda á íslensku!

Ég er byrjuð á finnskunámskeiði og það gengur bara vel. Ennþá! Þetta er fyndnasta mál í heimi. T.a.m. er hér bar sem heitir Bar Kuka.

Læt það duga að sinni.

Hildur
Ps. Já Halla. Moi þýðir hæ en moi moi þýðir bless :)

Sunday, January 18, 2009

Kuldi

Það er búið að vera alveg hrikalegur kuldi hérna síðustu tvo eða þrjá dagana. Allt að 12 eða 13 stiga frost...brr...ég fæ alveg naglakul af því að sjá Finnanna húka úti vettlingalausa að reykja! Gott að vera ó-reykingamaður núna :)

En núna er tiltölulega hlýtt og það snjóar smávegis.

Fyrir þá sem ekki vita þá er Turku jólaborg Finnlands og þeir eru ekkert að flýta sér að taka niður jólaskrautið. Þeir halda því líka fram að jólasveinninn sjálfur búi í Finnlandi, en ég verð nú að leiðrétta þann leiða misskilning ;)

Í gær var húsmæðradagur hjá okkur stelpunum í Ritzinkuja 1 U. Við settum í þvottavél, keyprum inn og þrifum. Og dagurinn endaði svo á skemmtistað í miðbænum. Það var mjög gaman. Ég eldaði mér kjúklingarétt, enda orðin hundleið á pasta!

En ég er bara að æfa alveg á fullu til að verða betri sellisti!

Moi moi (bless bless)

Tuesday, January 13, 2009

Þráðlaust net í skólanum

Hægt og hægt þokast tölvumálin mín í átt að nútímanum :)
Nú get ég skráð tölvuna mína inn á þráðlaust net í skólanum! Gaman gaman. Það eru ennþá örugglega tvær vikur í að ég geti notað netið heima. En það líður hratt því nú hef ég eiginlega allt annað. Strætókort, símanúmer, lykla að skólanum og hljóðfærageymslunni og net...þ.e.a.s þegar ég er a) á bókasafninu eða b) við hliðina á bókasafninu. Annars er bara allt gott að frétta og nú fer allt að fara í gang. Ég er að spá í að fara á finnskunámskeið sem hefst eftir viku. Finnska fyrir byrjendur. Ég geri mér að vísu ekki vonir um að læra málið á einu námskeiði, en það er alltaf gaman að fara í eitthvað sem allir eru jafn lélegir í :)

En bless í bili!

Ps. Ernir, ef þú lest þetta, ég hef öðlast frægð hér fyrir að vera vinkona þín!

Saturday, January 10, 2009

Nyjungar

Jaha.

Eg er ekki enn komin me adgang ad netinu heima hja mer en medlegjand minn er indael og lanar mer sina tolvu nuna svo eg geti bloggad :)

Eg e buin ad setj ymislegt inn i herbergid mitt svo ad nuna ertad bara nokkud notalegt! Eg fek mer keri og kertastjaka og gerfiblom sem eg setti i gamla sojasosuflosku. Og svo keypti eg bleikar diskaottur sem fara bara prydisvel a bokahillunni minni...sem er hvit eins og allt annad i thessari ibud!

Eitt kom mer skemmtilega a ovart. Inni a badi var litill sturtuhaus tengdur vid vaskinn og fyrsta kvoldid her spurdi eg hjalparkokkinn Sakari til hvers i oskopunum vaeri sturta a klosettherberginu (thvi thad er ser herbergi fyrir sturtu og ser herbergi fyrir klosett). Hann syndi mer med mjog leikraenum tilthrifum ad thetta noti menn til ad skola rassinn!!

Eg missti andlitid thvi eg helt ad thetta vaeri adeins vid lydi i Indlandi. Ena tessu heimili nota allir salernispappir, sem eg keypti i miklu snarhasti :)

Eg skodadi domkirkjuna her i Turku i dag og hun er alveg mognud. Og i fyrramalid er maeting snemma i skolann til ad aefa!!

Bless thar til naest :)

Friday, January 9, 2009

Komin til Finnlands

Jaeja.
Ta er eg komin til Finnlands. Eg bidst afsökunar a tessum skorti a islenskum stofum en eg er a bokasafninu i skolanum. Thad er ekki komin internet i ibudina mina. Eg saeki um thad a eftir og thad tekur tvaer vikur!!! Eg fer lika i bankann a eftir til ad opna reikning. Og getidi bara hvad... thad tekur tvaer vikur lika!!! Eg helt ad eg vaeri ad fara til Finnlands en ekki Thyskalands...

Mjög pirrandi sem sagt. Annars gekk allt eins og i sögu ad komast hingad, flugin gengu vel og öll plön stodust.

Ibudin er ekkert allt of hlyleg en thad er liklega astaeda fyrir tvi ad leigan er lag. Nu er eg bara ad reyna ad kyngja heimthranni og vera rosalega dugleg ad horfa i kringum mig og laera a allt.

Eg fae liklega fljotlega adgang ad thradlausu neti i skolanum svo eg aetti ad geta sent post og bloggad med islenskum stöfum eftir helgi.

Rosa saknadarkvedjur,

Hildur

Sunday, January 4, 2009

Fyrsta bloggið!

Kæru lesendur!

Nú er farið að styttast í óumflýjanlegan flóttta minn frá Íslandi. Ég held héðan af landi brott eldsnemma á fimmtudagsmorgun og verð vonandi komin til Turku ásamt mínu elskaða sellói seinna um daginn. Þetta hefur haft langan aðdraganda og var ákveðið löngu fyrir kreppu! Sko LÖNGU! En þetta verður auðvitað rosalegt stuð, þó að ég muni sakna allra sem heima sitja! Á þessu bloggi verpur svo hægt að fylgjast með uppákomum í lífi mínu og lina söknuðinn :)

Á morgun, mánudag, verð ég stödd á Oliver í Reykjavík milli kl 20 og 21. Þangað getur fólk komið ef það hefur áhuga á að faðma mig bless!

Híbí