Wednesday, April 22, 2009

Páskar, gigg, heimkoma og fleira spennandi

Kæru lesendur (ef einhverjir eru)

Um páskana heimsótti ég sænska þorpið Ekenäs eða Tammisaari á finnsku. Iiris íslenskunemi var svo indæl að bjóða mér til mömmu sinnar og stjúpa á páskadag og þar gistum við fram á mánudag. Þessi fjölskylda er í alla staði indæl, þau gáfu mér frábæran finnskan veislumat, t.a.m. mämmi, sem er rúgur og sýróp blandað saman og borðað með rjóma.... hömm.... Einnig fórum við að kastala í nágrenninu sem var mjög heillegur og gaman að skoða. Þess má geta að dýralífið þessa páska var með eindæmum skrautlegt! Ég sá íkorna, ELG (það er sko EKKI algeng sjón) og ref á tveimur dögum. Svona geta finnskir skógar verið skemmtilegir.

Ég hef fengið tvö störf hér í Turku. Það fyrsta hefur þegar verið afgreitt, það var að leika á selló við opnunarhátíð verslunarmiðstöðvar. Ekki það skemmtilegasta sem ég hef gert...en maður segir ekki nei við evrum! Næsta starf, sem mér bauðst reyndar bara í dag, er mun áhugaverðara. Ég var beðin að leika með sinfóníuhljómsveit háskólans í Turku, sem er ekki skólinn minn, svo þeir verða að borga mér. Og það ætla þeir að gera ríflega ;)

Og prógrammið er í léttara kantinum og mjög skemmtilegt. M.a. Beethoven fyrsta, sem ég þekki mjög vel, og auðvitað svolítill Sibelius!

Þessa vikuna er annars nútímatónlistarhátíð og strengjasveitin er að spila eitt allra furðulegasta verk sem ég hef augum litið... ég tek kannski myndir af ''nótunum'' og set á bloggið, ef það stríðir ekki gegn höfundarrétti...

Allavega, nóg í bili! Kem heim 23. maí 2009!!

6 comments:

  1. Gaman að heyra frá þér og jújú það eru margir að skoða bloggið... eins og amma og afi, hafdís, mamma og pabbi og ég! Hlakka til að sjá þig elska þig Hildur mín..

    ReplyDelete
  2. Hæ! Þetta hljómar allt vel, sérstaklega djobb númer tvö! Hvað eftir Sibelius ertu að fara að spila? Mér finnst nebbnilega Sibelius æði :)!

    Knús frá Köben!!

    ReplyDelete
  3. Við lesum líka bloggið þitt!

    Bestu kveðjur frá Vín.

    ReplyDelete
  4. Spilum Rakastava eftir Sibba :)
    Rakastava merkir elskhuginn :)
    Hver á efsta kommentid? Halla?

    ReplyDelete
  5. Hæ, hæ, líklega á Halla efstu athugasemdina, ja nema Rósmundur sé farinn að vafra um netið?
    Heyrumst,
    Kossó frá múttu!

    ReplyDelete
  6. Hæ, hæ, Hildur okkar alltaf gaman að lesa bloggið þitt. Takk fyrir póstkortið það er eiginlega orðinn viðburður að fá kveðju með þessu lagi og alltaf jafn gaman. Kortið kom nokkrum dögum eftir páska og ég gleymdi að biðja mömmu þína að skila þakklæti frá okkur fyrir framtakið.
    Kossar og knús, amogaf.

    ReplyDelete