Saturday, May 23, 2009

Hostelblogg

Eg sit a hosteli herna i Stokkholmi og byd eftir tvi ad klukkan verdi 10. Ta tekka eg mig ut og rolti heim til Daniels sellopassara og pianoleikara, tadan mun eg taka leigubil til Arlanda flugvallar og aetli eg endi ekki einhvern vegin i Reykjavik, kl 15.20 a islenskum!

Takk fyrir mig elsku Finnland!

Thursday, May 14, 2009

Örstutt í morgunsárið :)

Núna er ég að taka mig til fyrir stutta dagsferð til Helsinki. Annars er bara allt að verða klárt fyrir brottför... eða ekki? Ég er ekkert byrjuð að pakka! Eða neitt!!

Nú fer að komast ferðastress í mig. En ég mun redda þessu öllu. Ég er allavega löngu komin með plan. Ég sigli til Stokkhólms, gisti þar á hosteli í tvær nætur og flýg svo heim. Sellóstelpa úr skólanum sem hefur aðsetur í Stokkhólmi passar sellóið og kannski stærstu ferðatöskuna á meðan.

En nú má ég ekki missa af lestinni :)

Bless í bili!

Sunday, May 10, 2009

Tónleikar

Ég bara verð að blogga um þessa frábæru tónleika á föstudaginn. Turku Fílharmónían var að spila verk sem áheyrendur höfðu kosið nokkrum mánuðum fyrr, sem sagt Corolian forleikinn, Elgar sellókonsertinn (híhíhí nema hvað) og auðvitað Síbelíus tvö, sem er UPPÁHALDS sinfónían mín í heiminum... ásamt nokkrum öðrum.

Það var semsagt sjúklega gaman og ég ætlaði bara aldrei að losna við gæsahúðina sem braust út í lokakaflanum hans Síba... vaaááá... þegar hann fer aftur yfir í dúr eftir endalausan stigmagnandi mollkafla... þeir sem vita um hvað ég er að tala eru eflaust sammála :)

Veðrir leikur líka við mig og það gengur rosa vel að spila og ég hlakka bara til að koma heim og ég er komin með vinnu (er samt að fara að vinna allt of mikið! Langar svo í frííí) og það er bara allt frábært!

Niðurtal: 13 dagar!

Koss og kram
Hildur

Tuesday, May 5, 2009

Bráðum bráðum bráðum...

Ég held ég sé með rykofnæmi. Þess vegna hef ég staðið í stórþvotti síðan klukkan hálf níu í morgun, eða síðan ég vaknaði örþreytt eftir hóstandi nótt með stíflað nef og raddlaus. Sussusvei. Annars hafa æfingar gengið vel og núna er ég byrjuð að æfa Paganini, tilbrigði á einum streng :)
Mikil hátíðahöld voru í Finnlandi síðustu helgi, svokölluð Vappu-hátíð. Hún er haldin í tilefni af fyrsta maí, en í stað þess að kvarta undan bágum kjörum fara Finnar a) í lautarferð með vinum eða fjölskyldu eða b) á heljarinnar skrall.
Ég held reyndar að flestir undir þrítugu sameini þetta bæði. Ég fór á skemmtistað á fimmtudeginum og í lautarferð daginn eftir, tók þessu öllu bara mjög rólega.
Íris íslenskunemi bauð mér svo til pabba síns á sunnudag. Þar snæddi ég herramannsmat, hvorki meira sé minna en heimaveidda geddu, sem búið var að laga dýrindis böku úr!
Þessi fiskur er vægast sagt óvinsæll í hinum ýmsu barnasögum (og af veiðimönnum þeim sem sækjast eftir laxi og silungi), líklega vegna þess að geddan er miður fögur og hefur í munni sér tennur afskaplega beittar og skaðlegar.
Annars er nú lítið að frétta annað en það að heldur fer að styttast í að ég komi heim. Sumrinu mun eytt í svolitla vinnu (ef ég skil vinnuveitanda minn rétt!), kammermúsíknámskeið hjá Sibba Bernharðs, ferðalög um landið og rólegheit.
Mitt síðasta ferðalag í bili verður því ferjusigling til Stokkhólms, þar sem ég mun dvelja í tvo daga, dagana áður en ég kem aftur á Frónið. Mikið hlakka ég til að hoppa á nýja trampólíninu okkar!
Og borða ferska ýsu...
Og lamb í ofni...
Og fara í HEITAN POTT!
Og sofa í stóru rúmi...og mjúku...
Og sjá alla sem mér þykir vænt um :)