Tuesday, April 28, 2009

Svefnleysi og vorkoma

Oh... mikið getur verið pirrandi að vera andvaka þegar mann langar ekkert frekar en að vakna eldsnemma og æfa. Af hverju þurfa alltaf að koma tímabil þar sem ég bara GET ekki fest svefn? Þetta er pottþétt eitthvað stress í mér...stress sem stafar af svefnleysi! Jarg, fjárans vítahringur.

Allavega, best að færa einhverjar fregnir af tónlistarlífinu. Tónleikarnir með háskólahljómsveitinni gengu prýðilega. Það er svolítið gott fyrir sjálfsálitið (sem mann gjarnan skortir) að geta fengið hljómsveitarparta þremur dögum fyrir tónleika, eina sinfóníu, einn konsert, eitt miniature verk og einn nútímaforleik, og samt spilað bara slatti vel. Og grætt 150 evrur ;)

Í kvöld er svo komið að Aboa Nova (latína og það þýðir Nýtt Åbo/Turku) og mun strengjasveitin þá flytja Stele III eftir S. Bhagwati undir hans eigin stjórn. Mér er farið að finnast fyrrnefnt verk ótrúlega skemmtilegt! Maður má eiginlega bara ráða hvað maður spilar, svo lengi sem það sé góð eftirlíking af laufi, fuglakvaki, hvalahljóðum (ekki þó kvalahljóðum!) og þess háttar. Algjör snilld.

Nú á ég ekki nema þrjár kennslustundir eftir með Erkki. Að hans mati hefur mér farið mikið fram, sérstaklega hægrihandarmegin. Ég mun láta aðra dæma um það þegar ég kem heim.

Það eina sem ég kvíði fyrir í dag er meðleikstíminn... því ég gat engan vegið farið á lappir nógu snemma og neyðist því til að mæta illa upphituð.... Oh það er svo leiðinlegt! Vona að Haydn verði góður við mig :)

Sé ykkur eftir 3 vikur og 4 daga!!

Wednesday, April 22, 2009

Páskar, gigg, heimkoma og fleira spennandi

Kæru lesendur (ef einhverjir eru)

Um páskana heimsótti ég sænska þorpið Ekenäs eða Tammisaari á finnsku. Iiris íslenskunemi var svo indæl að bjóða mér til mömmu sinnar og stjúpa á páskadag og þar gistum við fram á mánudag. Þessi fjölskylda er í alla staði indæl, þau gáfu mér frábæran finnskan veislumat, t.a.m. mämmi, sem er rúgur og sýróp blandað saman og borðað með rjóma.... hömm.... Einnig fórum við að kastala í nágrenninu sem var mjög heillegur og gaman að skoða. Þess má geta að dýralífið þessa páska var með eindæmum skrautlegt! Ég sá íkorna, ELG (það er sko EKKI algeng sjón) og ref á tveimur dögum. Svona geta finnskir skógar verið skemmtilegir.

Ég hef fengið tvö störf hér í Turku. Það fyrsta hefur þegar verið afgreitt, það var að leika á selló við opnunarhátíð verslunarmiðstöðvar. Ekki það skemmtilegasta sem ég hef gert...en maður segir ekki nei við evrum! Næsta starf, sem mér bauðst reyndar bara í dag, er mun áhugaverðara. Ég var beðin að leika með sinfóníuhljómsveit háskólans í Turku, sem er ekki skólinn minn, svo þeir verða að borga mér. Og það ætla þeir að gera ríflega ;)

Og prógrammið er í léttara kantinum og mjög skemmtilegt. M.a. Beethoven fyrsta, sem ég þekki mjög vel, og auðvitað svolítill Sibelius!

Þessa vikuna er annars nútímatónlistarhátíð og strengjasveitin er að spila eitt allra furðulegasta verk sem ég hef augum litið... ég tek kannski myndir af ''nótunum'' og set á bloggið, ef það stríðir ekki gegn höfundarrétti...

Allavega, nóg í bili! Kem heim 23. maí 2009!!

Sunday, April 12, 2009

Gleðilega páska









Í dag fer í í heimsókn til fjölskyldu íslenskunemans mín í Tammisaari, sem er lítill bær nálægt Helsinki.
Núna fáið þið að sjá myndir frá Lettlandi, þangað sem ég fór með 8 öðrum skiptinemum frá hinum ýmsu löndum. Njótið:

Þetta er myndir frá gamla bænum í Riga. Hann er yndislegur! Skýjakljúfurinn er hótel á 26 hæðum, þangað sem við fórum á bar, sem var staðsettur á efstu hæð!