Sunday, May 10, 2009

Tónleikar

Ég bara verð að blogga um þessa frábæru tónleika á föstudaginn. Turku Fílharmónían var að spila verk sem áheyrendur höfðu kosið nokkrum mánuðum fyrr, sem sagt Corolian forleikinn, Elgar sellókonsertinn (híhíhí nema hvað) og auðvitað Síbelíus tvö, sem er UPPÁHALDS sinfónían mín í heiminum... ásamt nokkrum öðrum.

Það var semsagt sjúklega gaman og ég ætlaði bara aldrei að losna við gæsahúðina sem braust út í lokakaflanum hans Síba... vaaááá... þegar hann fer aftur yfir í dúr eftir endalausan stigmagnandi mollkafla... þeir sem vita um hvað ég er að tala eru eflaust sammála :)

Veðrir leikur líka við mig og það gengur rosa vel að spila og ég hlakka bara til að koma heim og ég er komin með vinnu (er samt að fara að vinna allt of mikið! Langar svo í frííí) og það er bara allt frábært!

Niðurtal: 13 dagar!

Koss og kram
Hildur

2 comments:

  1. Hæ hæ Híbsa mííííín viljum endilega fara að sklæpa og svona.. Við söknum þín!! Kv. Halla og Rósi

    ReplyDelete
  2. Hæ, hæ Hildur okkar. Flott að þú ert komin með vinnu þegar þú kemur heim. Þú átt eftir að búa lengi að reynslunni frá Finnlandsdvölinni og trúlega sakna ýmissa þátta frá veru þinni þar. Við sendum þér kossa og knús og hlökkum til að sjá þig, amogaf.

    ReplyDelete